spot_img
HomeFréttirFrábær frammistaða íslenska liðsins er það tryggði sæti sitt í deild þeirra...

Frábær frammistaða íslenska liðsins er það tryggði sæti sitt í deild þeirra bestu

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Tyrkland í dag í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Gdynia í Póllandi, 96-95. Leikurinn var upp á 13. sæti mótsins og náði Ísland með sigrinum að tryggja áfrsmhaldandi veru sína í A deildinni. Liðin sem falla þetta árið ásatm Tyrklandi eru Svartfjallaland og Makedónía.

Íslenska liðið leiddi allan leik dagsins fyrir utan upphafsmínúturnar og í kringum hálfleik leiksins. Sigurinn að lokum nokkuð verðskuldaður og getur liðið andað léttar að hafa náð að bjarga sæti Íslands í deild þeirra bestu.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Tómas Valur Þrastarson með 26 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá voru Almar Orri Atlason með 21 stig, 13 fráköst og Ágúst Goði Kjartansson með 22 stig og 7 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -