spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFrábær endurkoma Ármanns dugði ekki til gegn Fjölni

Frábær endurkoma Ármanns dugði ekki til gegn Fjölni

Í kvöld fór 1. deild kvenna aftur af stað eftir mánaðarpásu þar sem lið Fjölnis B tók á móti Ármanni. Leikurinn varð ógnar spennandi í lokin en endaði með naumum sigri Fjölnis b.

Gangur leiksins:

Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrsta leikhluta. Nokkur haustbragur var á liðum í upphafi enda má segja að liðin að koma úr enn einu undirbúningstímabilinu. Fjölnir tók síðan nokkur skref framúr Ármanni þegar leið á seinni hálfleikinn og fóru með tíu stiga forystu inní hálfleikinn 42-32.

Fjölnir voru áfram með tögl og haldir á leiknum í þriðja leikhluta og náðu mest fjórtán stiga forystu. Ármenningar náðu svo hreint ævintýralegri endurkomu í fjórða leikhluta þar sem liðið setti 10 stig í röð til að komast yfir 71-70 þegar þrjár mínútur voru eftir. Við tóku æsispennandi lokamínútur þar sem lítið máttu útaf bregða.

Óhætt er að segja að liðin hafi skipst á forystu út leikinn. Þegar 39 sekúndur voru eftir af leiknum setti Diljá Ögn Lárusdóttir tvö víti og kom Fjölni einu stigi yfir. Ármann hafði þá tækifæri til að stela sigrinum en skot Kristínar Öldu var varið af Söru Diljá. Fjölniskonur geta líklega prísað sig sælar að hafa ekki fengið villu þar en það hefði verið í anda línunnar sem dómararnir héldu í leiknum. Víti Diljár reyndust því sigurkarfa leiksins og landaði Fjölnir eins stigs sigri 76-75.

Atkvæðamestar:

Diljá Ögn Lárusdóttir átti algjörlega frábæran leik í dag. Hún endaði emeð 23 stig, 5 fráköst auk þess að hitta 69% skota sinna í kvöld. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir var einnig öflug með 11 stig og 6 fráköst.

Hjá Ármenningum var það Jónína Þórdís Karlsdóttir sem átti hreint út sagt magnaðan leik. Hún endaði með 32 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Kristín Alda Jörgensdóttir var einnig öflug með 18 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar.

Hvað næst?

Það er heldur betur þétt leikið í deildinni þessa dagana og fer næsta umferð fram á laugardag. Þar mætir Fjölnir B liði Hamars-Þórs en liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Þetta er þriðji leikur Ármanns á tímabilinu sem tapast með einu stigi og liðið fær sigurkörfu í andlitið. Næsti leikur liðsins er gegn ÍR næstkomandi laugardagskvöld kl 18.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -