spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFrá Þýskalandi heim í Hafnarfjörðinn

Frá Þýskalandi heim í Hafnarfjörðinn

Haukar hafa samið við Ágúst Goða Kjartansson um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Bónus deild karla.

Ágúst Goði er 20 ára bakvörður sem að upplagi er úr Haukum, en síðustu ár hefur hann verið á mála hjá liðum í Þýskalandi. Nú síðast Black Forest Panthers í 3. deildinni þar sem hann skilaði 12 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik. Tvö tímabil þar á undan var hann með Paderborn í 2. deildinni í Þýskalandi..

Ágúst Goði er fyrirliði U-20 landsliðs Íslands og spilaði með þeim á Norðurlandamótinu og Evrópumótinu í sumar. Ágúst stóð sig mjög vel og átti líklega sinn besta leik í sigri Íslands á sterku liði Tyrklands þar sem hann var með 22 stig, 3 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -