Það hefur varla farið framhjá mörgum að Jeb Ivey er á leiðinni til þeirra Snæfellsmanna fyrir leikinn í dag. Eins og ferðatilhögun hans er mun hann lenda frá Stokkhólmi í dag kl 16:00 og þá brunað með manninn beint í leik. Samkvæmt útreikningum tekur það um 3 tíma að keyra úr Keflavík til Stykkishólms sem gerir það að verkum að Ivey væri komin í hús kl 19:00. Hugsanlega verður hann fyrr í Hólminum ef ekki verður stoppað í pulsu á leiðinni uppeftir.