spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFrá Los Angeles Lakers til Breiðabliks

Frá Los Angeles Lakers til Breiðabliks

Breiðablik hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Michael Steadman fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Michael er 208 cm bandarískur framherji sem síðast lék fyrir Fyllingen í norsku úrvalsdeildinni, en einnig lék hann fyrir Gostivar í Makedóníu á fyrri hluta síðasta tímabils. Kláraði hann háskólaferil sinn á síðats ári, en á hans síðasta tímabili í háskóla lék hann fyrir UMass skólann. Eftir háskóla fór hann til æfinga hjá stórliði Los Angeles Lakers í NBA deildinni, en fékk ekki samning á endanum hjá þeim.

Fréttir
- Auglýsing -