spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFrá Króknum í Laugardalinn

Frá Króknum í Laugardalinn

Ármann hefur samið við nýjan leikmann í 1. deild kvenna fyrir komandi leiktíð. Aníka Linda Hjálmarsdóttir hefur ákveðið að söðla um, yfirgefa Tindastól og semja við Laugardalsfélagið Ármann.

Ármenningar enduðu í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa lent í vandræðum eftir áramót. Liðið ætlar sér greinilega að gera betur en nýverið samdi Hulda Ósk við liðið og kemur frá Þór Ak, einnig samdi liðið við Alariu Mayze á dögunum. Einnig hefur liðið endursamið við sína leikmenn uppá síðkastið.

Tilkynningu Ármenninga má finna í heild sinni hér að neðan:

Aníka semur við Ármann

Með mikilli gleði kynnum við nýjan leikmann Ármanns, Aníku Lindu Hjálmarsdóttur. Aníka skrifaði á dögunum undir samning við félagið að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Aníka er 26 ára framherji sem kemur frá Tindastól þar sem hún hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í efstu deild á komandi tímabili. Þar áður lék hún með ÍR í efstu deild og var með 7,5 stig og 6 fráköst. Hún er uppalin hjá Fjölni en lék með ÍR tímabilin 2019-2023 þar sem hún sprakk út og átti frábær tímabil. 

Aníka var valin í úrvalslið 1. deildar tvö ár í röð hjá ÍR árin 2021 og 2022. Hún var í lykilhlutverki hjá Breiðholtsfélaginu sem vann okkar stelpur í úrslitaeinvíginu 2022. Nú hefur hún ákveðið að söðla um og leika með Ármann og hjálpa okkur að ná markmiðinu. 

Velkomin til Ármanns Aníka 

Fréttir
- Auglýsing -