spot_img
HomeFréttirFrá Keflavík til Tenerife

Frá Keflavík til Tenerife

Í seinustu viku undirritaði Ásdís Lilja Guðjónsdóttir, 15 ára körfuknattleiksstúlka úr Keflavík samning við unglingalið CB Tenerife Central sem spilar í Spænsku úrvalsdeildinni. Ásdís undirgekkst læknisskoðun og mætti svo til æfinga CB um miðja seinustu viku og lék sinn fyrsta leik með liðinu um helgina í tapleik gegn núverandi Spánarmeisturum, Spar De Gran Canaria. 

Ásdís Lilja kemur upp úr hinu margrómaða kvennastarfi körfuknatleiksfélags Keflavíkur. Hún vakti athygli Spænska liðsins þegar hún var stödd í æfingarbúðum í Tenerife síðastliðið sumar þar sem leikinn var æfingaleikur gegn CB. Í kjölfarið settu forsvarsmenn CB Tenerife sig í samband við forráðamenn Keflavíkur til að kanna möguleikana á því að fá hana til liðs við sig og eftir að hafa rætt málin innandyra þá lá skýr ákvörðun fyrir. 

Ásdís er fædd árið 2008 og hún var hluti af undir 15 ára landsliði Íslands í sumar. Ásdís Lilja er leikstjórnandi/bakvörður og er jafnframt nemandi í 10 bekk í Holtaskóla í Keflavík. Hún mun því klára sína grunnskólagöngu á Spáni samhliða körfuboltanum.

Fréttir
- Auglýsing -