Landsliðskonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir mun ekki leika meira með nýliðum Hamars/Þórs á tímabilinu í Bónus deild kvenna sökum slitins krossbands. Staðfestir félagið þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.
Emma Sóldís er 20 ára að upplagi úr KR, en hefur leikið með nokkrum félögum á síðustu árum. Fyrir síðasta tímabil hélt hún í bandaríska háskólaboltann til Liberty, en kom aftur til baka seint á þess tímabili til þess að leika fyrir Hamar/Þór. Í 10 leikjum með Hamar/Þór á þessu tímabili var hún að skila 14 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik, sem gerir hana að fimmta stigahæsta íslenska leikmanns deildarinnar að meðaltali.
Meiðslin áttu sér stað eftir að stutt var liðið af leik gegn Tindastóli á laugardag fyrir rúmri viku.
Þetta mun vera í annað skiptið sem Emma Sóldís slítur krossband í þessu sama hnéi, en áður hafði það gerst árið 2023. Samkvæmt heimildum Körfunnar fer Emma í aðgerð þann 25. mars, en gera má ráð fyrir að það geti verið allt frá sex til tíu mánuðum þangað til leikmenn komist til baka á gólfið eftir það.