Snæfell hefur samið við Juan Luis Navarro um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.
Juanlu spilaði með Sindra á síðasta tímabili og skilaði þar 14 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik. Hann hefur einnig spilað í Subwaydeildinni og 1. deild með Hetti frá Egilsstöðum.
Gunnlaugur Smárason þjálfari Snæfells “Juanlu kemur með reynslu og sigurhugarfar inn í ungan leikmannahóp og vonumst við til þess að hann muni hjálpa liðinu að taka næsta skref í vegferðinni sem við höfum verið síðustu 3 ár.”