Danielle Rodriguez hefur samið við BCF Elfic Fribourg fyrir komandi tímabil. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrir helgina. Danielle fer til liðsins frá Grindavík, þar sem hún hefur leikið síðustu ár, en ásamt þeim hefur hún einnig leikið fyrir KR og Stjörnuna í efstu deild á Íslandi. Þá fékk hún íslenskan ríkisborgararétt á síðasta tímabili og mun því líklega verða hluti af íslenska landsliðinu á næstu árum.
Fribourg leikur í efstu deildinni í Sviss og hefur í sjö skipti hampað svissneska titlinum og í sex skipti unnið bikarinn. Ásamt því að leika í svíssnesku deildinni mun félagið leika í EuroCup á komandi leiktíð, en þar hafa þær verið síðastliðinn áratug.