spot_img
HomeFréttirFrá Barcelona til Washington

Frá Barcelona til Washington

09:27

{mosimage}
(Juan Carlos fór á kostum með Barcelona í vetur)

Bakvörðurinn Juan Carlos Navarro hefur fengið leyfi frá liði sínu á Spáni, Barcelona, að fljúga vestur um haf og spila í NBA-deildinni næsta vetur. Washington eiga réttinn að Navarro og mun hann því spila með þeim í vetur. Navarro var stigahæsti leikmaður Barcelona í ACB-deildinni og Euroleague með 17.3 og 16.8 stig.

,,Ég er mjög ánægður með þá aðstoð sem klúbburinn hefur veitt mér … að leyfa mér að láta draum minn rætast og spila í NBA,” sagði Navarro. ,,Ég hef alltaf trúað því að ég gæti farið í NBA og spilað gegn bestu leikmönnum heims. Nú mun ég reyna að setja þriggja-stiga skotin alls staðar af vellinum í NBA.

Hann var einn besti leikmaður Barcelona í vetur. Liðið vann Kongunsbikarinn, komst í 8-liða úrslit meistaradeildarinnar og spilaði til úrslita um spænska titilinn gegn Real Madrid.

{mosimage}

Hann er mikil skytta og frábær skotnýting hans segir allt til um það. Hann setti 57.8% skota sinna niður og 40.9% þriggja-stiga skota sinna.

Navarro sem er 27 ára gekk til liðs við unglingalið Barcelona árið 1996 þegar hann var 16 ára frá CB Santfeliuenc. Uppgangur hans innan katalónska liðsins var nokkur hraður. Hann spilaði með varaliði félagsins árið eftir og tímabilið 1998-99 var hann að leika með aðalliðinu og varaliðinu. Tímabilið 1999-2000 spilaði eingöngu með aðalliðinu og lék með þeim til loka þessarar leiktíðar.

{mosimage}

Einstaklingsafrek:
1999 – Valinn í úrvalslið heimsmeistarakeppni U-18
1999 – Valinn besti leikmaður heimsmeistarakeppni U-18
Lék í spænska stjörnuleiknum 1999, 2001, 2002 og 20003
Í úrvalsliði Euroleague 2005-06 og 2006-07
2000 og 2004 – tók þátt í Ólympíuleikunum með Spáni
2005 – Í úrvalsliði Evrópumótsins

Titlar og verðlaun:
1998 – Evrópumeistari með Spáni U-18
1999 – Heimsmeistari með Spáni U-18
1999 – Vann Korac-bikarinn með Barcelona
Spánarmeistari með Barcelona – 1998-99, 2000-01, 2002-03, 2003-04
Konungsbikarinn með Barcelona – 2001, 2003, 2007
2003- Vann Euroleague með Barcelona
2003 – Silfur á Evrópumótinu
Ofurbikar Spáns með Barcelona 2004
2001 og 2005 – Brons á Evrópumótinu
2006 – Heimsmeistari með Spáni

Meira um Juan Carlos NavarroBestu leikmenn Evrópu

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -