spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFrá Aþenu í bandaríska háskólaboltann

Frá Aþenu í bandaríska háskólaboltann

Leikmaður Aþenu í Bónus deild kvenna Ása Lind Wolfram mun halda vestur um haf og leika fyrir Idaho State í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili.

Ása Lind er 20 ára gamall framherji/miðherji sem að upplagi er úr Hamri í Hveragerði. Þar hóf hún að leika fyrir meistaraflokk Hamars/Þórs tímabilið 2020-21. Árið eftir skipti hún yfir til Aþenu og var hluti af liðinu sem vann sig upp í Bónus deildina fyrir yfirstandandi tímabil. Þá hefur Ása einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum. Idaho State er staðsettur í Pocatello í Idaho og leikur í Big Sky hluta fyrstu deildar bandaríska háskólaboltans.

Fréttir
- Auglýsing -