Fasteignafélagið Kaldalón og körfuknattleiksdeild Álftaness hafa gengið frá samstarfsamningi til þriggja ára.
Með samningnum styður Kaldalón við öflugt uppbyggingarstarf körfuboltans á Álftanesi og verður einn helsti bakhjarl liðsins. Þá mun heimavöllur Álftaness í körfunni næstu þrjú ár bera nafnið Kaldalónshöllin. Samningurinn var formlega undirritaður fyrir leik liðsins í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins gegn Stjörnunni á dögunum. Næsti leikur í Kaldalónshöllinni verður í kvöld kl. 19:15 þegar heimamenn taka á móti KR í hörku viðureign.
Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftaness: „Stuðningur Kaldalóns við starf okkar er mikil lyftistöng fyrir Álftanes og hið mikla starf sem er að baki körfuknattleiksdeildinni. Við öll sem komum að starfinu hér á Álftanesi erum afar þakklát fyrir þennan stuðning og kemur sér í vel til að halda áfram á þeirri vegferð sem við erum. Starfið hér hefur vaxið mjög hratt og mikil uppsveifla í iðkendum yngri flokka.“
Jón Þór Gunnarsson forstjóri Kaldalóns: „Uppbygging körfuboltans á Álftanes hefur vakið mikla eftirtekt. Okkur er mikil ánægja að koma að þessari uppbyggingu og renna styrkari stoðum undir hana. Við vonum að félagið geti nýtt sér þennan samning til að efla ungliðastarf, fjölga iðkendum og styrkja þá glæsilegu umgjörð sem er í kringum körfuboltann á Álftanesi.“