spot_img
HomeFréttirFormsatriði hjá Njarðvík

Formsatriði hjá Njarðvík

 Annað kvöldið í röð var fátt um fína drætti í Ljónagryfjunni og í þetta skiptið var það karlalið  þeirra heimamanna sem léku gegn FSu. 99-47 var lokastaða leiksins og ekkert nema formsatriði fyrir heimamenn að ljúka þessum leik af. 
 Það var þó söguleg stund í langri sögu stórveldisins Njarðvík í körfuboltanum þegar þeir sigruðu lið FSu í gærkvöldi, því það er fyrsta skiptið sem liðið sigrar FSu í úrvalsdeild, en í fyrra náðu liðsmenn FSu að knýja fram sigur í báðum leikjum sínum gegn UMFN. 
 
Í kvöld áttu hinsvegar gestirnir aldrei viðreisnar von.  Þeir hófu þó leikinn á að skora fyrstu stiginn en svo fór að halla undan fæti og í raun má segja að þessi fótur sem svo oft er talað um hafi hreinlega verið tekin af.  Njarðvíkingar rúlluðu sínum mannskap myndarlega og fengu allir að spreyta sig. 
 
Hámarki kvöldsins var náð undir lok þriðja leikhluta þegar "háloftafuglinn", Magnús Þór Gunnarsson reif sig upp frá parketinu í gryfjunni og varði skot frá ónefndum leikmanni FSu. 
 
Sem fyrr segir fátt um fína drætti í Njarðvíkinni og lið FSu eins og það er skipað í dag eiga lítið erindi í deild þeirra efstu. 
 
Fréttir
- Auglýsing -