spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFormaðurinn kominn í hóp

Formaðurinn kominn í hóp

Formaður Hauka Kristinn Jónasson er kominn í hóp liðsins fyrir yfirstandandi tímabil í Bónus deild karla samkvæmt síðu liðsins á heimasíðu KKÍ.

Kristinn er 40 ára gamall og að upplagi úr Haukum en hann lagði skóna á hilluna tímabilið 2018-19. Á 15 ára feril sínum í meistaraflokki lék hann ásamt Haukum fyrir lið Stjörnunnar, ÍR og Fjölnis. Þá var hann einnig í íslenska A landsliðinu á árunum 2006 til 2007 og lék 12 leiki fyrir Ísland.

Haukar mæta Hetti á Egilsstöðum í kvöld í 12. umferð Bónus deildarinnar. Fyrir leikinn eru Haukar í 12. sæti deildarinnar, 4 stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar 11 umferðir eru eftir.

Fréttir
- Auglýsing -