spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFormaður KR svarar áhyggjum norðanmanna - "Þetta snýst ekki um töffaraskap að...

Formaður KR svarar áhyggjum norðanmanna – “Þetta snýst ekki um töffaraskap að keyra í kolvitlausu veðri”

Í kvöld átti að fara fram frestaður leikur 11. umferðar Dominos deildar karla á milli KR og Þórs á Akureyri. Leiknum var hinsvegar frestað á nýjan leik vegna veðurs og er áætlað að hann fari fram í kringum næstu mánaðarmót.

Einhverjir Akureyringar voru ósáttir við þessa seinni frestun leiksins og tjáði einn þeirra þann hug sinn á Facebook.

Hér fyrir neðan er hinsvegar svar formanns KR, Böðvars Guðjónssonar, við þeirri niðurstöðu norðanmanna að ekki hafi verið hægt að ferðast norður í dag í leikinn.

Yfirlýsing Böðvars:

Varðandi frestun á leik Þór AK og KR þá vil ég þakka mótanefnd f.h. KKD KR kærlega fyrir þá ákvörðun. Veðrið hefur svo sannarlega ekki leikið við okkur landsmenn í janúar og ljóst að það er óþarfi að taka áhættur á ferðalögum þessa dagana. Það er magnað að lesa pistla á netinu um að það hefði verið óþarfi að fresta leiknum í kvöld.

Hvaða bílstjóri með ábyrgðarkennd fer af stað þegar Vegagerðin mælir með að halda kyrru fyrir. KR þurfti að snúa við á Blönduósi þegar leikurinn átti upprunalega að fara fram 19 desember. Þvílík svaðilför að komast á Blönduós og Guðs mildi að ekki fór verr. Það hafa verið hræðileg umferðarslys undanfarið vegna veðurs og enn og aftur á mótanefnd KKÍ þakkir skilið að sýna ábyrga hegðun og taka þessa ákvörðun.

Þetta snýst ekki um töffaraskap að keyra í kolvitlausu veðri. Þetta snýst ekki um Höfuðborgarsvæðið vs. Landsbyggðin. Þetta snýst um ábyrgð og skynsemi.

F.h. KKD KR
Böðvar Guðjónsson
Formaður

Fréttir
- Auglýsing -