Fókus kom saman og fór yfir allt sem hefur gerst á leikmannamarkaði sumarsins í úrvalsdeild kvenna. Taldar eru upp allar breytingar hópa liðanna og reynt að rýna í hvort að liðið hafi orðið betra eða verra yfir sumarið. Þá er einnig farið yfir undanúrslit og úrslit VÍS bikarkeppninnar sem klárast nú í vikunni.
Fókus er nýtt podkast sem að fullu verður helgað umfjöllun um kvennakörfubolta, úrvalsdeild, fyrstu deild og um þá leikmenn sem leika austan og vestan hafs. Umsjónarmaður Fókus er fyrrum leikmaðurinn og þjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, en henni til halds og trausts í þessum fyrsta þætti er ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur Baldursson.
Fókus er í boði Kristalls, sem er það eina sem gestir drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.