spot_img
HomeFréttirFlottur tíu stiga sigur gegn Dönum

Flottur tíu stiga sigur gegn Dönum

Íslenska U18 lið drengja lék í dag sinn þriðja leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Danmörku. Íslenska liðið er enn taplaust eftir leikinn í kvöld en liðið vann góðan sigur á Danmörku 82-72.

Gangur leiksins:

Danska liðið var líklegra í upphafi og var skrefi á undan. Ísland lék án tveggja byrjunarliðsmanna í dag, þeirra Dúa Þórs Jónssonar og Styrmis Snæs Þrastarsonar. Það virtist því taka íslensku leikmennina nokkrar mínútur að ná takti enda báðir mikilvægir leikmenn í spili Íslands. Okkar menn enduðu fyrri hálfleikinn vel og fóru með 43-33 forystu í hálfleikinn.

Þrátt fyrir nokkrar tilraunir Danska liðsins að reyna að stila sigrinum stóð Ísland af sér öll áhlaup. Íslenska liðið var einfaldlega mun sterkara og liðsheildin sterkari. Lokastaðan 82-72 og liðið því en án taps þegar tveir leikir eru eftir af mótinu.

Lykilleikmaður:

Veigar Páll þurfti að stíga upp í fjarveru Dúa og Styrmis í dag. Kauði gerði það heldur betur og gott betur. Hann endaði með 22 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta auk þess að vera með flotta nýtingu. Auk þess spilaði frábæra vörn og dreif liðið sitt áfram.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -