spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFlottur leikur Elvars ekki nóg gegn Herzliya

Flottur leikur Elvars ekki nóg gegn Herzliya

Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap í kvöld fyrir Herzliya í meistaradeild Evrópu, 90-101.

Með sigri í kvöld gegn Peristeri getur Tenerife tryggt sig upp úr riðil Rytas fyrst liða. Fari svo verða Rytas, Peristeri og Herzliya jöfn að sigrum fyrir lokaumferðina í 2.-4. sætinu, en aðeins tvö lið fara áfram í næstu umferð keppninnar.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 22 stigum, frákasti og stoðsendingu.

Síðasti leikur Rytas í riðlakeppninni er þann 21. desember gegn Tenerife.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -