Sú (þreytta) umræða um hina einu sönnu “Geit” í körfuboltanum mun líkast til seint þagna og allir bera á vigtar “sinnar sönnu Geitar” þyngdir í formi titla, meta og jafnvel unnið fé leikmanna á ferlinum. Svo reyndar er langt seilst að sumir vilja telja inn vindlar reyktir já eða flestir fylgendur á samfélagsmiðlum. Held við getum öll verið sammála um að hver og einn hefur skoðun á “sinni geit” og þar við situr….. þó svo að allir viti að MJ er geitin.
Til gamans hér þá þyljum við að neðan þá leikmenn í NBA sem hafa flest tímabil endað sem stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar. Þar trónir á toppnum kunnulegt nafn sem jafnvel yngsta kynslóðin í dag þekkir.
Michael Jordan ( 11 sinnum )
Líkast til verður þessu meti ekki haggað á næstunni eða jafnvel aldrei. Durant og Harden eru einu leikmenn sem enn eru að spila og eru ofarlega á lista en eiga hinsvegar langt í land og ferill þeirra beggja svona ca. að stíma í land. Jordan vann sinn fyrsta titil sem stigakóngur á sínu þriðja ári í deildinni og hófst þar 6 ára tímabil þar sem hann einokaði þennan titil.
Wilt Chamberlain ( 7 sinnum )
Sá stóri var illviðráðanlegur hér um árið í teignum og strax á sínu fyrsta ári í deildinni voru andstæðingar hans að finna fyrir honum þar sem hann sópaði til sín bæði nýliði ársins og stiga titlinum. Tvennt er líkt með Chamberlain og Jordan, þeas Chamberlain setti met sem líkast til verður aldrei slegið þegar hann hrelti andstæðinga sína með 50 stigum á leik eitt tímabilið og einnig tók hann 6 slíka titla í röð.
Kevin Durant (5 sinnum)
Hálfgerður svindlkarl í deildinni þar sem hæð hans gerir öllum andstæðingum gríðarlega erfitt að ná upp og trufla, hvað þá blokka skot hans. Hreyfanleiki hans í hinum ótrúlegustu færum bætist svo við hæð kappans. 19 ára kom kappinn inn í NBA deildina og hefði kappinn sloppið við meiðsli væri hann líkast til ofar á þessum lista. Durant er efstur á listanum af þeim leikmönnum sem en eru að spila og gefur ekkert eftir þrátt fyrir 17 tímabil. Hlóð í 27 stig á leik á síðasta tímabili, takk fyrir takk!
George Gervin (4 sinnum)
Ísmaðurinn eins og hann var jafnan kallaður er líkast til minnst þekktur á þessum lista sem hér telur en kappinn spilaði með San Antonio Spurs. Gervin fór fyrir liði Spurs þegar þeir skiptu úr ABA deildinni yfir NBA og strax á öðru ári varð Gervin stigakóngur og tók þann titil einnig næstu tvö árin. Gervin átti nokkra stórleiki og helsta afrek þar var 63 stiga leikur gegn liði New Orleans árið 1978.
Kobe Bryant (4 sinnum)
Kobe þarf ekkert að kynna og fáir sem hafa jafn grimmt keppnisskap og Mamba-nn. 20 ár í deildinni hirti Kobe stigatitilinn 4 sinnum og körfur kappanns í öllum regnboganslitum. Kobe er sá leikmaður sem næst hefur komist meti Wilt Chamberlain (100 stig) í einum leik þegar hann sallaði niður 81 stigi gegn Toronto Raptors hér um árið. Sigurvilji og vinnusemi Kobe er enn til dagsins í dag ferskur í minni körfuboltaheimsins.
James Harden ( 4 sinnum )
Þegar fylgst er með “skegga” spila körfuknattleik virðist vera hreint útrúlegt hvað hann lætur það líta auðveldlega út að koma knettinum í körfuna. Fjölhæfni Hardens er ótvíræð og kappinn á leið inn í sitt 16. tímabil þar sem hans vinstri hönd hans mun halda áfram að hrella varnir NBA deildarinnar. Harden á þrjú tímabil þar sem hann skoraði að meðaltali yfir 30 stig í leik.