spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFlenard og Kelvin finnskir meistarar

Flenard og Kelvin finnskir meistarar

Finnsku úrvalsdeildinni lauk í kvöld þegar Karhubasket og Vilpas mættust í sjötta leik liðanna í einvíginu um finnska meistaratitlinn. Eins og við greindum frá um daginn voru þrír íslandsvinir í einvígnu sem spilað hafa í Dominos deildinni síðustu ár. 

 

Leikur kvöldsins var æsispennandi og endaði á að fara alla leið í framlengingu. Gregory Mangano setti sigurkörfuna þegar 2,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Vilpas tókst ekki að svara því og 99-96 sigur Karhubasket því staðreynd. Eftir leikinn lyfti liðið svo titlinum og mikil fagnaðarlæti brutust út enda fyrsti titill liðsins í sögunni. 

 

Tveir leikmenn sem við þekkjum vel til voru í sigurliðinu. Annars vegar Flenard Whitfield sem lék með Skallagrím tímabilið 2016-2017 við góðan orðstýr. Hann endaði með 6 stig og 5 fráköst í leik dagsins en hefur verið mjög mikilvægur í einvíginu. Hinn leikmaðurinn er Kelvin Lewis sem lék með Hetti á þessu tímabili, hann fór frá Hetti þegar þrjár umferðir voru eftir til að leika með Karhubasket. Þar hefur gengið gríðarlega vel en hann var stigahæstur í kvöld með 30 stig. 

 

Tobin Carberry varð að bíta í það súra epli að tapa úrslitaeinvígnu en hann leikur með Vilpas. Hann endaði með 24 stig og 5 fráköst í leik kvöldsins. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -