Skallagrímur hefur framlengt samningum sínum við fjóra leikmenn fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.
Þeir Mainó Þór Pálmason, Ólafur Þorri Sigurjónsson, Almar Örn Björnsson og Alexander Jón Finnsson munu allir taka slaginn með Borgnesingum á næsta tímabili.
Skallagrímur hafnaði í 3.-6. sæti fyrstu deildarinnar á síðasta tímabili. Í úrslitakeppninni komust þeir í undanúrslit, þar sem þeir þurftu að láta í minni pokann gegn Vestra, sem seinna tryggðu sig upp í Úrvalsdeildina.
Tilkynning:
Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur endurnýjað samninga við Marinó Þór Pálmason, Ólaf Þorra Sigurjónsson, Almar Örn Björnsson og Alexander Jón Finnsson.
Munu þeir leika með meistaraflokki Skallagríms á komandi leiktíð.
Frekari fréttir að leikmannamálum munu berast á komandi dögum
Áfram Skallagrímur
Myndir / Skallagrímur FB