Fjórir leikir fara fram í fyrstu deildum karla og kvenna í kvöld.
Í fyrstu deild karla tekur KR á móti Fjölni á Meistaravöllum, Skallagrímur fær ÍR í heimsókn í Borgarnes og í Höllinni á Akureyri mætir Þór liði Þróttar.
Í fyrstu deild kvenna tekur Tindastóll á móti ungmennaliði Stjörnunnar í Síkinu á Sauðárkróki.
Leikir kvöldsins
Fyrsta deild karla
KR Fjölnir – kl. 19:15
Skallagrímur ÍR – kl. 19:15
Þór Þróttur – kl. 19:15
Fyrsta deild kvenna
Tindastóll Stjarnan – kl. 18:00