Fimm leikir fara fram í Bónus deildum karla og kvenna í kvöld.
Í Bónus deild karla taka Álftnesingar á móti KR í Kaldalónshöllinni, Stjarnan fær granna sína úr Haukum í heimsókn, Höttur heimsækir Njarðvík í IceMar höllina og í Síkinu á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Grindavík.
Í Bónus deild kvenna er svo einn leikur þar sem Tindastóll og Grindavík eigast við í Síkinu.
Leikir dagsins
Bónus deild karla
Álftanes KR – kl. 19:15
Stjarnan Haukar – kl. 19:15
Njarðvík Höttur – kl. 19:15
Tindastóll Grindavík – kl. 19:15
Bónus deild kvenna
Tindastóll Grindavík – kl. 17:45