spot_img
HomeFréttirFjórhöfða "skrímslið"

Fjórhöfða “skrímslið”

 d
 Logi í leik með Giessen 46ers

Í fyrra varð einhverjum að orði að Njarðvíkingar væru með þríhöfða "skrímslið" í þeim Jeb Ivey, Brenton Birmingham og Friðriki Stefánssyni. Vissulega er þetta nokkuð árennileg nöfn í einu og sama liðinu enda skilaði "skrímslið" þeim stóra í hús hjá þeim grænklæddu á síðasta tímabili. Nú er svo komið að jafnvel enn einn hausinn bætist á "skrímslið" og mun það vera Logi Gunnarsson. Logi hefur enn ekki samið við lið á erlendri grundu. Ýtti það ennfrekar undir þær sögusagnir að hann spili með Njarðvík í vetur eftir að hann spilaði með liðinu í gær gegn Þór í Húsasmiðjumótinu.

Mynd:http://www.giessen46ers.de
Fréttir
- Auglýsing -