Eftir tap í þrem fyrstu leikjum vetrarins freistuðu Þórsarar þess að landa fyrsta sigri vetrarins þegar liðið tók á móti Breiðabliki í 1. deild karla. Þórsliðinu hafði borist góður liðstyrkur fyrir leikinn þar sem ,,gamla“ kempan Orri Freyr Hjaltalín dró fram og reimaði á sig körfuboltaskóna og lék með Þór í dag. Orri Freyr sem er þó þekktari sem knattspyrnumaður en afar liðtækur í körfubolta náði þó ekki að snúa við gengi liðsins í dag, enda kannski ekki við því að búast þar sem hann á eftir að finna taktinn með nýjum liðsfélögum.
Tuttugu og sex stiga tap Þórs í dag segir í raun allt sem segja þarf um leikinn. Þótt Þórsliðið hafi á köflum sýnt ágætis baráttu og vilja þá varð afar léleg skotnýting, tapaðir boltar, slakar sendingar var liðinu að falli.
Nýting Þórs í tveggja stiga skotum var 39% á móti 56% gestanna og í þriggja stiga skotum var nýting beggja liða slök. Þór hitti úr 4 skotum í 21 tilraun en Blikar úr 4 í 18 tilraunum. Vítanýting Þórs var 54% en gestanna 68%.
Gestirnir byrjuðu leikinn betur og höfðu yfir eftir fyrsta fjórðung 12 – 19 svipað var uppi á tengingunum í örðum leikhluta. Gestirnir ávallt skrefinu á undan og unnu leikhlutann 12-16 og leiddu því í hálfleik með ellefu stigum 24-35.
Gestirnir höfðu áfram góð tök á leiknum og í þriðja leikhluta bættu þeir jafnt og þétt í forskotið og náðu með 20 stiga forskoti þegar ein mínúta lifði af fjórðungnum en Þór skoraði skoraði síðustu körfu leikhlutans og en hann unnu Blikar 13-20 og leiddu með 18 stigum þegar loka leikhlutinn hófst 37-55.
Fjórði og síðasti leikhlutinn var hreint ótrúlegur og fyrir hið unga lið Þórs hreinasta martröð og gestirnir skoruðu fyrstu 12 stigin í leikhlutanum áður en Þórsliðinu tókst að svara fyrir sig. Fyrsta karfa Þórs í leikhlutanum kom þegar sex mínútur voru liðnar og þá hafði munurinn verið orðin 30 stig 37-67. Lokakafli leiksins þ.e. síðustu fjórar mínútur leiksins voru í raun besti kafli Þórs í leiknum en þá náði liðið að skora 18 stig gegn 14 gestanna en sá góði kafli hefði mátt koma mun fyrr og vara lengur. Tuttugu og sex stiga tap 55-81 staðreynd og þau úrslit verða teljast bara sanngjörn.
Stigahæstu leikmenn Þórs í dag voru þeir Einar Ómar Eyjólfsson með 18 stig og hann tók jafnframt 7 fráköst og fyrirliðinn Arnór Jónsson með 16 stig. Vic Ian Damasin var með 7 stig, Daníel Andri Halldórsson 6, Sigurður Svavar Sigurðsson 4, Orri Freyr Hjaltalín 2 og þeir Björn Benediktsson og Elías Kristjánsson eitt stig hvor.
Hjá Breiðabliki var Pálmi Geir Jónsson stigahæstur með 22 stig, Ásgeir Nikulásson 13, Nathen Garth 12, Halldór Halldórsson 9, Haukur Þór Sigurðsson 6, Garðar Pálmi Bjarnason og Snorri Vignisson 5 stig hvor, Egill Vignisson 4, Hákon Már Bjarnason 3 og [email protected] 2.
Umfjöllun og mynd/ Páll Jóhannesson
Mynd/ Vic Ian sækir að Blikavörninni