spot_img
HomeFréttirFjórði sigurinn í röð

Fjórði sigurinn í röð

14:12 

{mosimage}

 

 

Hallgrímur Bryjólfsson gerði 23 stig í gær þegar Hamar/Selfoss lagði Þór Þorlákshöfn í nágrannarimmu liðanna í Iceland Express deildinni. Hamar/Selfoss hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni og ljóst að þeir hafa verið að snúa við blaðinu upp á síðkastið.

 

Eftirfarandi pistill er tekinn af www.hamarsport.is

 

Í kvöld vann HS góðan sigur á grönnunum úr Þorlákshöfn í 

IcelandExpress deild karla. Leikurinn sem fram fór í Iðu var 

skemtilegur í flesta staði og byrjaði vel hjá heimamönnum, en við 

komumst í stöðuna 14-2. gestirnir náðu að saxa á forskotið og eftir 

fyrsta leikhluta var staðan 18-10. Annar leikhlutinn var nokkuð 

svipaður og voru hálfleikstölur 35-25 Hamarsmönnum í vil. Þriðji 

leikhlutinn var öllu fjörugri og unnum við hann 24-21. staðan var því 

59-46 þegar fjórði leikhlutinn hófst. Það gekk illa að skora í byrjun 

leihlutans en þegar um 5 mínútur voru eftir höfðu Þórsarar minnkað 

muninn niður í 6 stig, 63-57. Þá skoraði Svavar 4 stig í röð, og 

Friðrik setti niður 2 víti af miklu öryggi og staðan þá orðin öllu 

bjartari, 69-57. frá því hélst þessi 8-12 stiga munur og lauk leiknum 

með 12stiga sigri okkar manna, 80-68.

 

Haddi var stigahæstur með 23 stig og næstur kom Friðrik með 18 stig. 

Lárus kom síðan með 13 stig, 4 stolna bolta og 9 stoðsendingar og 

Svavar skoraði 12stig. Byrd og Bojan skoruðu síðan báðir 6 stig og 

tóku einnig 13 fráköst, aukþess sem Byrd stal 4 boltum og varði 3 skot.

 

Atkvæðamestir í Liði Þórs voru Damon Baily (25stig/12fráköst), Robert 

Hodgson (17stig) og Jason Harden (12 stig/11fráköst), svo þessir þrír 

skoruðu samtal 54stig af 68stigum = tæp 80% stigana, ekki góð 

dreifing það.

 

www.hamarsport.is

 

 Mynd: Úr leik H/S og Hauka fyrir skemmstu – [email protected]     

 

Fréttir
- Auglýsing -