Valsarar mættu nokkuð vel stemmdir í Hveragerði staðráðnir að hirða stigin til Reykjavíkur aftur meðan Lárus Jónsson og félagar virkuðu yfirvegaðir og létu ekki slá sig úr laginu í byrjun þegar liðin mættust í toppslag 1. deildar karla í kvöld.
Byrjunaliðin voru, hjá Hamri þeir Ragnar, Örn, Hollis, Lárus Jóns og Hjalti Valur en hjá Val voru það Ragnar, Rúnar, Woods, Benedikt og Birgir.
Hittni beggja liða var nokkuð góð í 1.leikhluta og Valur allan tímann með frumkvæðið en heimamenn eltu. 23-28 fyrir gestina eftir fyrstu 10 mín. og Woods sérstakelga erfiður viðureignar hjá Val.
2.leikhluti byrjaði ekki á körfu fyrr en eftir rúma mínútu og það var karfa Valsmanna. Í raun settu þeir 4 fyrstu stigin en Hamar setti næstu 5 stig með harðfylgi og voru farnir að þétta aðeins vörnina gangvart Woods en leikurinn bráðskemmtilegur og flaut vel hjá báðum liðum og dómurum. Þegar fimm mínútur lifðu af 2.leikhluta setur Woods 2ja stiga og staðan 33-40. Næstu 2 og ½ mínútuna snérist leikurinn heldur betur og Hamar setti næstu 9 stigin en Gústi tekur leikhlé hjá Val. Ekki dugði pásan til að breyta leiknum fyrir hálfleik og Hamar vinnur leikhlutann 25-16 og sæmiliga kátt í Hveragerði.
Rauðklæddir eru í eltingaleik í byrjun 3ja leikhluta og lærisveinar Lalla Jóns eru nokkuð svalir framan af leikhlutanum. Hamar kemst í 10 stiga forskot, 58-48 þegar um 3 mínútur voru liðnar og Gústi tekur aftur leikhlé og herðir á áherlum í vörninni sem stoppaði aðeins gengumbrot Hamars sem leiddu þó 69-63 fyrir lokaátökin.
Valur jafnar 71-71 snemma í fórða leikhluta og Hamar tekur leikhlé. Hér voru Valsmenn virkileg að uppskera í 50-50 boltum og vildu einfaldlega hlutina meira og sóttu af harðfylgi. Vörn Vals var komin í svæði og heimamenn ekki að láta boltan ganga nægjanlega. Eins voru nánast engin 3ja stiga skot Hamars að detta ef þeir þá fengu ákjósanleg skot. Leikurinn var í járnum og jafnt á tölum 75-75, 78-78 og 81-81 og innan við 2 mínútur eftir. Woods tekur sóknarfrákast og setur ofaní. Hinumegin fær Hollis tvö víti fyrir Hamar og brennir seinna en Örn brýtur á Birgi í frákastinu og hann fær 2 víti út á skotrétt og setur bæði. Staðan orðin 82-85 og 1mínúta og 16 sekúndur eftir. Lárus Jóns tekur 3ja stiga skot í næstu sókn sem geigar og Valsmenn ná frákastinu og klára leikinn á vítalínunni eftir þetta. Lokatölur 83-91 sem verður að teljast gott veganesti fyrir Valsmenn í síðari viðureigninga og slaginn um betri innbyrðis úrslit í vor. Kannski of stór sigur en verðskuldaður þar sem Valur vinnur síðasta leikhluta 14-27.
Atkvæðamerstir heimamanna var Jerry L. Hollis með 29 stig/6 fráköst/5 stolnir, Lárus 15 stig, Örn 13 stig/7 fráköst og Ragnar með 12 stig og 18 fráköst, aðrir minna.
Hjá Val voru Cris Woods með 35 stig/15 fráköst, Birgir 15 stig og Þorgrímur 12 stig en aðrir minna. Breiddin sem Ágúst spilaði á var þó meiri en heimamanna og kannksi skipti það sköpum í síðasta leikhluta.
6 leikmenn settu stig heimamanna í kvöld en 7 Valsmanna. Heimamenn fengu 24 villur en Valsmenn einungis 13 og nýttu Valsmenn skotrétt í 3 leikhutum af 4.
Myndasafn – Sævar Logi Ólafsson
Umfjöllun – Anton Tómasson