spot_img
HomeFréttirFjórða umferðin í Domino´s deild karla hefst í kvöld

Fjórða umferðin í Domino´s deild karla hefst í kvöld

Í kvöld hefst fjórða umferðin í Domino´s deild karla. Fjórir leikir eru á dagskránni og hefjast þeir allir kl. 19:15. Suðurnesjarimma verður í Röstinni þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur fá Njarðvík í heimsókn, Stjarnan tekur á móti Þór, Fjölnir mætir Tindastól og KR mætir Snæfell í DHL-Höllinni.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla kl. 19:15
 
Grindavík – Njarðvík
Stjarnan – Þór Þorlákshöfn
KR – Snæfell (beint á KR TV)
Fjölnir – Tindastóll (beint á Sport TV)
 
Átta lið eru jöfn í deildinni og efst með fjögur stig, ÍR og Njarðvík hafa 2 stig í 9. og 10. sæti deildarinnar en Keflavík og Tindastóll eru einu liðin sem enn hafa ekki unnið leik. Umferðinni lýkur svo annað kvöld þegar Keflvíkingar mæta KFÍ á Ísafirði og Skallagrímur fær ÍR í heimsókn.
 
Í kvöld er einnig einn leikur í 1. deild karla þegar Höttur og Valur mætast á Egilsstöðum en bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í 1. deild til þessa.
 
Þá er drengjaflokkur einnig á ferðinni en KR og Snæfell eru að bjóða upp á tvíhöfða í DHL-Höllinni í kvöld því drengjaflokkar félaganna mætast strax að leik loknum í Domino´s deildinni.
  
Fréttir
- Auglýsing -