LA Lakers tapaði í nótt sínum fjórða deildarleik í röð á meðan San Antonio Spurs héldu áfram sínu striki sem heitasta lið deildarinnar með sigri gegn New Orleans. Spurs hafa nú unnið sex leiki í röð og ekkert lið með fleiri sigurleiki í röð um þessar mundir í deildinni. Alls voru ellefu leikir á dagskránni í NBA í nótt og við ætlum að drepa aðeins niður í tveimur þeirra:
Miami 123-116 Toronto (framlengt)
Dwyane Wade var stigahæstur í liði Heat með 35 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. LeBron James splæsti í myndarlega þrennu með 31 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar. Hjá Toronto var Alan Anderson stigahæstur en kappinn kom með 20 stig af tréverkinu hjá Toronto. Sjö leikmenn Toronto gerðu 12 stig eða meira í leiknum. Framlengja varð svo leikinn í stöðunni 109-109 þar sem LeBron brenndi af sigur skottilrauninni. Heat reyndust svo sterkari í framlengingunni og unnu hana 14-7. Á mánudag halda svo meistarar Heat til höfuðborgarinnar í heimsókn í Hvíta húsið og fara þar á fund Obama Bandaríkjaforseta eins og venjan er.
Memphis 106-93 Lakers
Darrell Arthur kom með 20 stig inn af bekknum hjá Memphis og bætti einnig við 9 fráköstum og 3 stoðsendingum. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 29 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Lakers hafa nú tapað fjórum deilarleikjum í röð, sex útileikjum í röð og 10 af 12 síðustu leikjum sínum og hafa mátt muna sinn fífil fegurri.
Tilþrif næturinnar
Úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
ATL
104
CHA
92
28 | 25 | 26 | 25 |
|
|
|
|
20 | 26 | 21 | 25 |
104 |
92 |
ATL | CHA | |||
---|---|---|---|---|
P | Smith | 30 | Sessions | 27 |
R | Johnson | 15 | Biyombo | 10 |
A | Smith | 8 | Walker | 5 |