Örvar Kristjánsson þjálfari Fjölnis hefur fundið arftaka Ben Stywall í Grafarvogi en fyrir jól var Stywall sagt upp samningi sínum í Dalhúsum. Nýji bandaríski leikmaður liðsins heitir Brandon Springer og kemur úr Cumberland háskólanum. Í skólanum skilaði Springer stöðu framherja en Örvar kvað kappann fjölhæfan 23 ára gamlan leikmann sem gæti skorað.
,,Við bindum að sjàlfsögðu miklar vonir við nýja manninn, það er samt àvallt lotterí að taka inn nýja leikmenn en við erum bjartsýnir. Allt kemur þetta í ljòs en verkefnin framundan eru ótrùlega spennandi og krefjandi,” sagði Örvar sem á nýja árinu vindur sér beint í leiki gegn Snæfell og KR. En verður Brandon með í Reykjavíkurmótinu í kvöld?
,,Já, það er rétt, Brandon lenti í morgun og hann kemur líklega eitthvað við sögu í kvöld svona til þess að fà aðeins smjörþefinn af þessu. Hann ferðaðist lengi enda flugsamgöngur innan BNA í rugli en ætlar eigi síður að sprikla með,” sagði Örvar en hvernig líst honum á fyrsta Reykjavíkurmótið sitt?
,,Kærkomið að fà þessa leiki í Reykjavíkurmótinu og þetta hefur verið skemmtilegt. Vonandi verða leikir kvöldsins jafnir og spennandi, hvetjum fòlk til þess að kíkja.”