Risa botnslagur var í Grafarvogi í gærkvöld milli Fjölnis og Hamars í Iceland Express deild kvenna. Strax í upphitun sást hvað bæði lið voru ákveðin og einbeitt að landa sigri og skein mikil ákefð úr andlitum leikmanna og stefndi þetta í spennuleik sem þetta var frá upphafi til enda.
Fjölnir byrjar leikinn þannig að Birna „Backboard“ Eiríksdóttir smellir þrist á fyrstu sekúndum leiksins og setur línurnar strax hvernig sóknaleikur Fjölnis yrði, nýr leikmaður Hamars Katherine svarar strax hinum megin með tveggja stiga stökkskoti og fljótt kemst Fjölnir í 12 – 6 stöðu og Hamar tekur leikhlé og réttir fljótt úr stöðunni og komast í 14 -14.
Framhald leiksins var jafnt og þétt og skiptust liðin á forystunni allan leikinn. Í liði Fjölnis voru tvær manneskjur að spila með sprungið dekk, Katina og Brittney, en Katina er með tognuð liðbönd í ökkla en lék samt vel rígbundinn á fæti og eftir þriggja mínútna leik snéri Britney sig illa og haltraði allan leikinn en var jafnframt stigahæst með 39 stig!
Hjá Hamri var Samantha Murphy sjóðandi heit og setti niður hvern þristinn á eftir öðrum og virtist alltaf geta fundið svar þegar grimm vörn Fjölnis var að verki, en Samantha er besta þriggjastiga skyttan í deildinni sem komið er og skilaði hún 35stigum í kvöld. Ef hún fær smá pláss þá setur hún einn stóran þrist í andlitið á þér. Stigaskor dreifðist vel milli leikmanna og var gott framlag frá íslensku leikmönnum sem voru óragar við að ráðast á hringinn og taka sín opnu skot, þetta er eitthvað sem er mjög jákvætt og vonandi er þetta eitthvað sem koma skal í vetur, enda nóg eftir fyri bæði lið til að sanna sig og berjast fyrir sæti í úrslitakeppni sem er mikið og verðugt verkefni en vel hægt og framkvæmanlegt ef liðin spila eins og þau gerðu í gærkvöldi. Lokatölur 88-85 Fjölni í vil sem fyrir vikið skildu Hamarskonur einar eftir á botni deildarinnar.
Stigaskor:
Fjölnir: Brittney Jones 39/5 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 18/5 fráköst, Katina Mandylaris 11/11 fráköst/3 varin skot, Erla Sif Kristinsdóttir 9/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 8/7 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0, Bergdís Ragnarsdóttir 0/7 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 0, Margrét Helga Hagbarðsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0.
Hamar: Samantha Murphy 37, Katherine Virginia Graham 18/13 fráköst/5 stoðsendingar, Álfhildur Þorsteinsdóttir 13/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 11, Kristrún Rut Antonsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 1/7 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Sóley Guðgeirsdóttir 0.
Mynd með frétt/ [email protected]
Umfjöllun/ Karl West