Annar leikur Fjölnis og ÍA féll Skagamönnum í hag og Fjölnismenn einsettir á að tryggja sér sigurinn í Dalhúsum í þeim þriðja. Einbeittir og Fjölnismenn með miðið stillt höfðu öruggan sigur á þreyttum liðsmönnum ÍA, 108-72 í leik sem var lítt spennandi.
Jafnræði var með liðunum í 1. hluta þar sem bæði lið hittu mjög vel. Að honum loknum hófu Fjölnir 2. hluta með stórskotahríð utan þriggja stiga línunnar en þaðan settur þeir 9 stig í röð á svars frá gestunum.
Skagamenn virtust ráðalausir í ytri varnarleik sínum á þessum tíma en náðu að hrista sig upp og koma sér inn í leikinn aftur en munurinn var 9 stig, 49-40 heimamönnum í hag þegar flautað var til hálfleiks.
ÍA tókst svo að hanga í Fjölni fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en eftir það virtist úr þeim allur vindur og þreyta farin að segja til sín. Fjölnismenn hins vegar spíttu í lófana og juku muninn í 20 stig í lok 3. hluta.
Síðustu 10 mínúturnar voru skuldlaus eign Fjólnis sem lauk með 32 stigum gegn aðeins 16 frá gestunum.
Seinni hálfleikur var í algerum sérflokki hjá Fjölni þar sem liðið skoraði 1,40 stig í hverri sókn að meðaltali. Á móti skoruðu ÍA aðeins 0,66 og því fór sem fór.
Fjölnir-ÍA 108-72 (23-20, 26-20, 27-16, 32-16)
Fjölnir: Bergþór Ægir Ríkharðsson 20, Egill Egilsson 18/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 15/16 fráköst, Róbert Sigurðsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Sigurðsson 10, Garðar Sveinbjörnsson 7, Þorgeir Freyr Gíslason 6, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 5, Árni Elmar Hrafnsson 5, Sindri Már Kárason 4/4 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 3, Smári Hrafnsson 3.
ÍA: Jón Orri Kristjánsson 20/13 fráköst, Fannar Freyr Helgason 11, Áskell Jónsson 10, Sean Wesley Tate 9, Erlendur Þór Ottesen 8/6 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 6, Ómar Örn Helgason 4, Þorleifur Baldvinsson 2, Steinar Aronsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Helgason 0, Birkir Guðjónsson 0, Ásbjörn Baldvinsson 0.
Viðureign: 2-1