spot_img
HomeBikarkeppniFjölnir tryggði sig tvær umferðir áfram í VÍS bikarkeppninni með öruggum sigri...

Fjölnir tryggði sig tvær umferðir áfram í VÍS bikarkeppninni með öruggum sigri á Breiðablik

Fjölnir lagði Breiðablik í kvöld í úrvalsdeildarslag 16 liða úrslita VÍS bikarkeppni kvenna, 83-55. Vegna hagstæðs drátts fer Fjölnir framhjá 8 liða úrslitunum og mætir sigurvegara viðureignar Njarðvíkur og ÍR í 4 liða úrslitum keppninnar.

Leikur kvöldsins var nokkuð spennandi í upphafi, þar sem að jafnt var eftir fyrsta leikhluta, 16-16. Undir lok fyrri hálfleiks náðu heimakonur í Fjölni þó að vera skrefinu á undan. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þær 5 stigum yfir, 36-31.

Í upphafi seinni hálfleiksins láta heimakonur svo kné fylgja kviði og byggja sér upp þægilega 18 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 61-43. Í honum gera þær svo nóg til að sigla að lokum mjög svo öruggum 28 stiga sigur í höfn, 83-55.

Bæði vantaði Bandaríkjamann Breiðabliks í leiknum, sem og meiddist Isabella Ósk Sigurðardóttir eftir aðeins 13 mínútna leik, en það munaði um minna, Isabella hafði skilað 7 stigum og 9 fráköstum á þessum fáu mínútum sem hún spilaði í leiknum

Atkvæðamest fyrir Fjölni í leiknum var Ciani Cryor með 21 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Blika var það Iva Georgieva sem dró vagninn með 19 stigum og 9 fráköstum.

Hér má sjá önnur úrslit kvöldsins

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -