spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnir styrkir stöðu sína á toppnum

Fjölnir styrkir stöðu sína á toppnum

Fjölnir fékk Skagamenn í heimsókn í kvöld og byrjuðu af miklum krafti. Gestirnir áttu engin svör við mjög hröðum leik heimamanna. Fjölnir náði 30 stigum í fyrsta leikhluta og héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta. Liðin fóru til leikhlés í stöðunni 62-40.

Það var hins vegar allt annað ÍA lið sem mætti til seinni hálfleiks. Gestirnir áttu mjög gott áhlaup og náði að minnka forystun jafnt og þétt niður í 13 stig. Það dugði þó ekki til því heimamenn áttu sannarlega mikið inni í loka leikhlutanum og voru aftur komnir með 20 stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta þeirri forystu héldu Fjölnismenn til leiksloka.

Leikurinn varð í raun aldrei spennandi í kvöld, til þess voru yfirburðir Fjölnis einfaldlega of miklir. Með sigrinum styrktu Fjölnismenn stöðu sína á toppi 1. deildar en ÍR og KR fylgja fast á hæla þeirra. Lokatölur 103-83.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -