Fjölnir hafði betur þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í Dalhúsum í dag í 1. deild kvenna. Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta tók Þór á rás um miðjan 2. leikhluta og náðu mest 16 stiga forskoti í stöðunni 20-36. Heimakonur í Fjölni mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, lokuðu vel á Þórsara og höfðu minnkað muninn niður í 4 stig þegar skammt var liðið á þriðja leikhluta. Liðin skiptust á að skora næstu mínúturnar og það var ekki fyrr en um miðjan lokafjórðunginn sem Fjölnir náði að jafna metinn í stöðunni 55-55. Fjölnir var síðan sterkari aðilinn á lokasprettinum og sigraði að lokum með 8 stigum, 67-59.
Calle Feller var atkvæðamest í liði Fjölnis með 25 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá skoraði Aníka Linda Hjálmarsdóttir 11 stig og tók 12 fráköst og Berglind Karen Ingvarsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst.
Hjá Þór var Unnur Lára Ásgeirsdóttir stigahæst með 23 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir bætti við 14 stigum auk þess að taka 7 fráköst og Hrefna Ottósdóttir skoraði 10 stig.
Þetta var annar leikur Þórs um helgina en í gær sigruðu þær Hamar í hörkuleik sem fram fór í Hveragerði. Eftir leiki helgarinnar situr Fjölnir sem fyrr í 2. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 14 leiki en Þór er í 3.-4. sæti með 16 stig eftir 15 leiki líkt og Grindavík sem tapaði fyrir ÍR í Hertz-hellinum í gær.
Fjölnir: McCalle Feller 25/15 fráköst/5 stoðsendingar, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 11/12 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 11/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 8/13 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 8, Fanndís María Sverrisdóttir 2, Birta Margrét Zimsen 1, Margrét Eiríksdóttir 1, Svala Sigurðardóttir 0, Guðrún Edda Bjarnadóttir 0, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Snæfríður Birta Einarsdóttir 0.
Þór Akureyri: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 23/11 fráköst/4 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 14/7 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 10, Særós Gunnlaugsdóttir 5/6 fráköst, Erna Rún Magnúsdóttir 4/6 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 3, Gréta Rún Árnadóttir, Karen Lind Helgadóttir, Kristín Halla Eiríksdóttir.