21:49
{mosimage}
(Patterson var sterkur í kvöld)
KR-ingar gjörsigruðu Fjölnismenn 87-54, eftir að staðan í hálfeik hafði verið 55-28. Tyson Patterson var stigahæstur í liði KR með 21 stig.
KR-ingar byrjuðu leikinn mjög sterkt og komust í 17-0, Fjölnismenn náðu ekki að skora fyrstu sex mínúturnar á meðan að KR-ingar léku á als oddi. Tyson Patterson lék mjög vel og fann samherja sína hvar sem þeir voru á vellinum.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-9. Í öðrum leikhluta náðu Fjölnismenn að komast aðeins meira inní leikinn og var staðan í hálfleik 55-28. Síðari hálfleikur var rólegur og voru KR-ingar með öll völd á vellinum. Staðan eftir þrjá leikhluta 73-38. Lokatölur voru svo 87-54 KR í vil.
Tyson Patterson lék mjög vel og var öflugur á báðum endum vallarins. KR-liðið lék öfluga vörn sem að Fjölnismenn áttu engin svör við. Fannar Ólafsson lék af krafti og var sterkur í fráköstunum.
Næsti leikur KR er gegn ÍR á mánudagskvöld í íþróttahúsi Seljaskóla klukkan 19:15. KR-ingar geta tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn þar.
Frétt af www.kr.is/karfa