spot_img
HomeFréttirFjölnir semur við útlendinga

Fjölnir semur við útlendinga

9:30

{mosimage}

Körfubolti Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við tvo erlenda leikmenn fyrir næsta tímabil en fyrir er Serbinn Nemanja Sovic sem er talinn einn af bestu leikmönnum Iceland Express-deildarinnar.

David Fanning verður Kani Fjölnismanna en hann er 27 ára bakvörður sem getur leikið bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður. Hann lék með Abrakebabra Tigers á Írlandi síðasta vetur, skoraði 25,9 stig í leik, gaf 7,5 stoðsendingar og hitti úr 44,9 prósentum af 118 þriggja stiga skotum sínum.

Serbinn Draco Pavlovic mun einnig leika með Fjölni. Draco lék síðasta vetur í næstefstu deild í Serbíu og skoraði rúm 20 stig í leik. Darco á að hjálpa Fjölni í baráttunni undir körfunni en hann er um 200 cm á hæð og nautsterkur.

www.visir.is

Mynd: www.irishblogs.ie

Fréttir
- Auglýsing -