spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaFjölnir semur við Sönju Orozovic og Ciani Cryor

Fjölnir semur við Sönju Orozovic og Ciani Cryor

Fjölnir tilkynnti í dag að félagið hefði samið við Sönju Orozovic og Ciani Cryor um að leika með liðinu í Úrvalsdeild kvenna á komandi tímabili.

Sanja er þekkt stærð í íslenskum körfubolta en hún hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú tímabil með Breiðablik, KR og Skallagrím. Hún fór í bikarúrslitin með KR árið 2020, sama ár og liðið endaði í 2. sæti í deildinni, og varð meistari meistaranna með Skallagrím þá um haustið. Í 67 Úrvalsdeildarleikjum hefur hún verið með 17,2 stig, 8,2 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Ciani Cryor kemur frá Bandaríkjunum og mun fylla skarð Ariel Hearn sem leikið hefur með liðinu síðastliðin tvö ár. Hún lék síðast með Texas Southern háskólanum og var þar með 18,1 stig, 4,9 fráköst og 6,4 stoðsendingar í leik á loka ári sínu.

Fréttir
- Auglýsing -