Fjölnir hefur samið við Birgi Leó Halldórsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.
Birgir skrifaði undir samning á dögunum, en hann er að upplagi frá Hornafirði og kemur til Fjölnis frá Sindra í fyrstu deildinni. Hann er fæddur árið 2006 og og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með meistaraflokki Sindra nokkur ár, en þá lék hann einnig eitt ár á Spáni með Zentro Basket Madrid í spænsku deildinni. Birgir Leó hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands, nú síðast undir 18 ára liði drengja á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, þar sem hann er fyrirliði liðsins.