Fjölnismenn hafa sagt upp samningum sínum við bandarísku leikmennina Sylvester Spicer og Paul Williams. Þetta staðfesti Steinar Davíðsson formaður KKD Fjölnis við Karfan.is.
Spicer lék níu leiki með Fjölni í deild og gerði í þeim 18,3 stig og tók 10,1 frákast og Williams lék fjóra deildarleiki, gerði 13,5 stig og tók 3,8 fráköst. Fjölnismenn vinna nú í því að ráða til sín tvo nýja leikmenn sem verða væntanlegir í slaginn strax á nýja árinu.
Veltan verður þá orðin sex erlendir leikmenn þar sem fyrr á tímabilinu hafði Fjölnir látið Christopher Matthews frá sér en liðið er um þessar mundir í 8. sæti Domino´s deildar karla.
Mynd/ Spicer verður ekki meira með Fjölni í vetur.