spot_img
HomeFréttirFjölnir segir upp Spicer og Williams

Fjölnir segir upp Spicer og Williams

Fjölnismenn hafa sagt upp samningum sínum við bandarísku leikmennina Sylvester Spicer og Paul Williams. Þetta staðfesti Steinar Davíðsson formaður KKD Fjölnis við Karfan.is.
 
Spicer lék níu leiki með Fjölni í deild og gerði í þeim 18,3 stig og tók 10,1 frákast og Williams lék fjóra deildarleiki, gerði 13,5 stig og tók 3,8 fráköst. Fjölnismenn vinna nú í því að ráða til sín tvo nýja leikmenn sem verða væntanlegir í slaginn strax á nýja árinu.
 
Veltan verður þá orðin sex erlendir leikmenn þar sem fyrr á tímabilinu hafði Fjölnir látið Christopher Matthews frá sér en liðið er um þessar mundir í 8. sæti Domino´s deildar karla.
 
Mynd/ Spicer verður ekki meira með Fjölni í vetur.
  
Fréttir
- Auglýsing -