spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFjölnir lyfti deildarmeistaratitlinnum í kvöld

Fjölnir lyfti deildarmeistaratitlinnum í kvöld

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í kvöld þar sem Fjölnir tók á móti ÍR. Fjölnir hafði nú þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og skipti leikurinn því ekki miklu fyrir efstu liðin.

Segja má að Fjölnir hafi valtað yfir ÍR strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 48-20 fyrir Fjölni. Að lokum fór svo að Fjölnir vann stórsigur 82-45 gegn ÍR.

Eftir leik fékk Fjölnir afhentan deildarmeistaratitilinn en liðið á enn eftir að sigra úrslitakeppnina ætli það sér í Dominos deildina að ári. Fjölnir hefur unnið vel að bikar dagsins og fagnaði liðið innilega að leik loknum.

Myndasafn frá Fjölni frá því er Fjölnir lyfti bikarnum má finna hér. 

Fjölnir deildarmeistari 1. deild kvenna 2019
Fjölnir deildarmeistari 1. deild kvenna 2019

Mynd: Bára Dröfn

 

Fréttir
- Auglýsing -