Njarðvíkingar tóku á móti toppliði Fjölnis í 1. deild kvenna í dag. Fjölnisstúlkur eru orðnar deildarmeistarar og úrslit dagsins hafa ekki áhrif á röðun liðanna. En það var ljóst fyrir leik að þessi lið myndu mætast í fyrri umferð úrslitakeppninnar.
Leikurinn fór mjög rólega af stað. Bæði lið gerðu svolítið af mistökum og það var ekki mikið skorað. Um miðbik leikhlutans fóru körfurnar að detta fyrir heimastúlkur og í kjölfarið fyrir gestina líka. Liðin voru mjög jöfn en það voru Njarðvíkingar sem leiddu meirihluta leikhlutans en Fjölnisstúlkur komust yfir á lokasprettinum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20 – 21.
Það hægði á stigasöfnun beggja liða í byrjun annars leikhluta en u miðjan leikhlutann fóru körfurnar að detta líkt og í fyrsta leikhluta, það gekk þó betur hjá Fjölni heldur en Njarðvík. Fjölnir hafði betur í leikhlutanum og staðan í hálfleik 37 – 42.
Fjölnir byrjarði þriðja leikhluta betur og juku hægt og rólega við forystu sína. Á meðan Njarðvík gekk mjög erfiðlega að finna körfuna en náðu að setja 5 stig á lokasekúndunum. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 49 – 57.
Njarðvíkurstúlkur komu grimmar inn í fjórða leikhluta og minnkuðu forystu Fjölnis niður í 5 stig. Fjölnisstúlkur komust þá af stað og hleyptu Njarðvíkingum ekki nær sér. Lokamínúturnar voru spennandi en mikill hugum var í Njarðvíkingum síðustu mínúturnar. Lokatölur 67 – 75.
Byrjunarlið:
Njarðvík: Erna Dís Friðriksdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Júlía Scheving Steindórsdóttir og Jóhanna Lilja Pálsdóttir.
Fjölnir: Brandi Nicole Bule, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir, Berglind Karen Ingvarsdóttir og Erla Sif Kristinsdóttir.
Þáttaskil:
Sigur Fjölnis vannst ekki á einu augabragði. Þær spiluðu vel mest allan leikinn á móti seigu leiði Njarðvíkur sem gaf þeim ekkert.
Tölfræðin lýgur ekki:
Fjölnir vann frákastabaráttuna í dag og þegar upp var staðið munaði mikið um það.
Hetjan:
Kamilla Sól Viktorsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Jóhanna Lilja Pálsdóttir áttu allar fínan leik fyrir Njarðvík.
Hjá Fjölni áttu Anna Ingunn Svansdóttir, Erla Sif Kristinsdóttir og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir allar mjög fínan leik. Brandi Nicole Bule átti einnig fínan leik.
Kjarninn:
Þessi tvö lið eru að fara mætast í úrslitum og það verður gaman að fylgjast með þeim. Njarðvíkingar spiluðu vel í dag en gæði Fjölnis voru aðeins meiri. Það er ákveðið áhyggju efni að Fjölnir spilaði betur meðan Brandi Nicole Bale var á bekknum. Hún var með flott framlag en einhvern vegin var liðið ekki að spila betur með hana inn á.
Tölfræði
Myndasafn kemur inn í kvöld
Viðtöl: