Fjölnir lagði ÍA í hörkuleik á Skaganum

Á Skaganum fór fram hörkuleikur í 1. deild karla er Fjölnir kom í heimsókn.

Það voru gestirnir sem fóru betur af stað en það var allt annað að sjá til Skagamanna en þegar sömu lið áttust við í VÍS bikarnum fyrir rúmri viku. Fjölnismenn höfðu betur í 1. leikhluta 15-17 en heimamenn mættu tvíefldir til leiks í öðrum leikhluta sem einkenndist af áhlaupum beggja liða. Fjölnir komst í 10 stiga forystu sem Skagamenn átu upp og enduðu á að hafa betur í þessum leikhluta og fóru lið til hálfleiks í stöðunni 37-38.


Seinni hálfleikur var hnífjafn og spennandi og skemmtu fjölmargir áhorfendur sér vel yfir góðum tilþrifum beggja liða. Fjölnir var lengst af skrefinu á undan en jafnt var á fjölmörgum tölum. Skagamenn komust síðan yfir í stöðunni 77-75 þegar 3.35 min var eftir.
Við tóku æsispennandi lokamínútur mikið um tapaða bolta á báða vegu og hörku í leiknum. Fjölnir var einu stigi yfir þegar næstsíðasta leikhléið var tekið og 28 sek lifðu leiks. Skagamenn koma upp með boltann og missa hann út af eftir misheppnað skot þegar 4 sek eru eftir. Báðir þjálfara teikna upp leiðir til að ljúka leik með sigri og hafði Fjölnir betur tveimur stigum þar sem Lewis skoraði úr víti á lokasekúndunum. Lokatölur 80-82.

Atkvæðamestir

Hjá ÍA var Aamondae Colman öflugastur með 23 stig, 7 fáköst og 5 stoðsendingar

Hjá Fjölnir var Brynjar Kári stigahæstur 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta

Tölfræði leiks

Myndasafn