Í gærkvöldi hófst Reykjanes Cup í karlaflokki og fóru þrír leikir fram í Röstinni í Grindavík. Í fyrsta leiknum mættust heimamenn í Grindavík og Fjölnir og þurfti framlengingu til að skera úr um hvort liðið færi með sigur af hólmi.
Lokatölur í leik Grindavíkur og Fjölnis voru 98-101 Fjölni í vil. Þá unnu Íslandsmeistarar Snæfells sigur á Njarðvíkingum 92-102 og ÍR lagði Keflavík 89-66.
Í dag heldur mótið áfram og er spilað í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ:
Föstudagur 3. september, Keflavík:
Kl. 17:00 Keflavík – Njarðvík
Kl. 19:00 Snæfell – Fjölnir
Kl. 21:00 Grindavík – ÍR
Ljósmynd/ Úr safni: Fjölnismenn hafa verið á góðri siglingu á undirbúningstímabilinu.