spot_img
HomeFréttirFjölnir lagði Fjölni í bikarúrslitum

Fjölnir lagði Fjölni í bikarúrslitum

13:48 

{mosimage}

 

(Daði Berg Grétarsson, fyrirliði Fjölnis A, lyftir bikarnum á loft) 

 

Fjölnir A og Fjölnir B mættust í bikarúrslitaleik karla í 10. flokki þar sem A-liðið fór með öruggan 69-41 sigur af hólmi og var Ægir Þór Steinarsson, A liði Fjölnis, valinn besti leikmaður leiksins en hann gerði 23 stig, tók 14 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal tveimur boltum í leiknum.

 

Bæði lið voru fremur mistæk í upphafi leiks og framan af náði B-liðið að halda í við A-liðið. B-liðið er skipað leikmönnum úr 9. flokki Fjölnis og því eftirtektarvert að þeir skyldu komast alla leið í bikarúrslitaleikinn í 10. flokk og það út af fyrir sig sigur hjá B-liðinu.

 

Þegar líða tók á annan leikhluta byggði A-liðið upp fína forystu og var staðan orðin 39-18 A-liðinu í vil þegar flautað var til hálfleiks. B-lið Fjölnis átti á köflum í vandræðum með pressuvörn A-liðsins en leystu hana þó þokkalega stöku sinnum en getumunurinn í dag var einfaldlega of mikill og því fór A-liðið með 28 stiga sigur af hólmi, 41-69.

 

Stigahæstur B-liðs Fjölnis var Haukur Helgi Pálsson með 17 stig. Bikartitill A-liðs Fjölnis var sá þriðji í þessari bikarhelgi en fyrir hafa 9. flokkur karla og Unglingaflokkur orðið bikarmeistarar þessa helgi. Þess má geta að 9.flokkurinn hjá Fjölni sem varð bikarmeistari í gær var að leika í dag sem B-lið í 10. flokki og hörkuefnilegur flokkur þarna á ferð hjá Fjölnismönnum.

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

(Ægir Þór Steinarsson, besti maður leiksins, brýtur sér leið upp að körfunni)

Fréttir
- Auglýsing -