spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFjölnir komnar nær úrslitum eftir hörku leik

Fjölnir komnar nær úrslitum eftir hörku leik

Njarðvík tók á móti Fjölnir í öðrum leik úrslitakeppni 1. deildar kvenna í Ljónagryfjunni í kvöld. Fjölnir vann fyrsta leik liðanna í hörkuleik þar sem Fjölnir náði yfirhöndinni í þriðja leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur.

Fjölnir áttu fyrstu körfuna en Njarðvík voru duglegar og hleyptu þeim aldrei langt frá sér í fyrsta leikhluta. Heimastúlkur jöfnuðu leikinn 6 sinnum en leikhlutinn var fjörugur og jafn. Staðan fyrir annan leikhluta 18 – 20.

Gestirnir byrjuðu betur og voru komnar 9 stigum yfir um miðbik leikhlutans. Heimimastúlkur gerðu vel í að sleppa þeim ekki lengra frá sér og náðu að kroppa aðeins í forystu Fjölnis. Fjölnir átti síðan frábæran lokasprett síðustu mínútuna, staðan í hálfleik 33 – 41.

Aftur byrjuðu Fjölnir betur og komust mest 15 stigum yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Njarðvíkingar sem voru 8 stigum undir í hálfleik nýttu ekki tækifærin til að jafna leikinn. Vel spilaður leikhluti hjá Fjölnir. Staðan fyrir fjórða leikhluta 56 – 69.

Njarðvík komu grimmari til leiks og fóru að kroppa niður forystu Fjölnis. Þegar rúmlega 4 mínútur voru eftir af leikhlutanum voru þær búnar að minnka forystu Fjölnis niður í 6 stig. Pressa Njarðvíkinga var gífurleg síðustu mínúturnar og bæði lið eiga hrós skilið. Njarðvíkingar fyrir að gefast ekki upp og reyna fram á síðustu sekúndu og Fjölnir fyrir að standast þessa gífurlegu pressu. Lokatölur 81 – 87.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir, Vilborg Jónsdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Júlía Scheving Steindórsdóttir og Jóhanna Lilja Pálsdóttir.

Fjölnir: Brandi Nicole Bule, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Fanney Ragnarsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Erla Sif Kristinsdóttir.

Þáttaskil:

Lokamínúta annars leikhluta setti tóninn. Liðin voru jöfn fram að því en frá þeim tíma og út leikinn hafði Fjölnir yfirhöndina.

Hetjan:

Jóhanna Lilja Pálsdóttir og Júlía Scheving Steindórsdóttir áttu fínan leik ásamt byrjunarliðinu ölluþ Það var samt Kamilla Sól Viktorsdóttir var best heimastúlkna, frábær framistaða hjá henni í kvöld.

Allt byrjunarlið Fjölnis átti stórgóðan leik. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir var þar virkilega góð og Brandi Nicole Bule alveg frábær.

Kjarninn:

Fjölnir spilaði vel í kvöld og það eru góðar líkur á því að þær séu að fara alla leið og verði í úrvalsdeild á næsta ári. Njarðvíkingar fá mikið hrós fyrir að mæta og spila hörku körfubolta og gefa Fjölni ekki neitt. Það er dýrmætt í reynslubankann fyrir þetta unga lið að fá tækifæri til að taka þátt í úrslitakeppni.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -