13:44
{mosimage}
(Ægir var valinn besti maður úrslitaleiksins)
Sigur Fjölnismanna var aldrei í hættu í 10. flokki karla í dag þegar liðið mætti Haukum í úrslitaleiknum í Laugardalshöll. Lokatölur leiksins voru 65-28 Fjölni í vil en staðan að loknum 1. leikhluta var 21-6 fyrir Fjölni sem leiddu síðan allt til leiksloka og höfðu nokkuð auðveldan sigur.
Ægir Þ. Steinarsson var valinn maður leiksins en hann er leikstjórnandi hjá Fjölni og var einmitt valinn maður leiksins þegar Fjölnismenn urðu Bikarmeistarar fyrr á árinu. Ægir gerði 16 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og var með 7 stolna bolta.
{mosimage}
{mosimage}