Fjölnir varð á dögunum Íslandsmeistari í drengjaflokki með sigri á Breiðablik í úrslitaleik, 110-83.
Atkvæðamestur fyrir Fjölni í leiknum var Karl Ísak Birgisson með 25 stig og 10 fráköst.
Fyrir Blika var það Sölvi Ólason sem dró vagninn með 22 stigum og 4 stoðsendingum.
Hér fyrir ofan má sjá liðið með þjálfara sínum Baldri Má Stefánssyni eftir að titillinn var í höfn.
Mynd / KKÍ