Einn leikur fór fram í úrslitakeppni 1. deildar karla í kvöld. Þar komst Fjölnir áfram í úrslitaeinvíginu eftir öruggan sigur á Vestra.
Fjölnir náði forystu snemma í leiknum og gaf hana aldrei eftir eftir það. Sigur Fjölnis að lokum sannfærandi 91-75.
Fjölnir sópaði þar með Vestra 3-0 í einvíginu og mun mæta annað hvort Hetti eða Hamri í úrslitaeinvígi um laust sæti í Dominos deild karla að ári.
Viðtal við Fal má finna hér að neðan:
Mynd og viðtal: Gunnar Jónatansson / Fjölnir